-
サマリー
あらすじ・解説
Fatahönnuðurinn, frumkvöðullinn og verslunareigandinn Katla Hreiðarsdóttir mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi alt muligt manninum Hauki Unnari Þorkelssyni.
Katla hefur undanfarin ár verið að slá í gegn í fatahönnunnar heiminum en árið 2008 stofnaði hún vörulínuna Volcano design sem vatt upp á sig og er hún nú að sjá um rekstur á búðinni Systur og Makar, rekur sumarhúsaleigu og sér um rekstur á veislusal.
Haukur hefur brallað ýmislegt í gegnum tíðina en starfar þessa stundina með Kötlu í öllum þessum rekstri ásamt því að reka verktakafyrirtæki með bróður Kötlu.
Katla og Haukur hittust fyrst þegar Haukur mætti til hennar í búðina með blómvönd, kakó og hálsbrjóstsykur þar sem Katla hafði talað um að hún væri eitthvað slöpp. Katla var efins um að haukur væri mögulega aðeins of væminn fyrir sig. Það virtist þó ekki hafa áhrif og voru hlutirnir fljótir að gerast hjá þeim en eru þau í dag gift með fjögur börn en fylgdu tvö af þeim fylgdu Hauki úr fyrra sambandi.
Í þættinum ræddum við meðal annars um búðina þeirra og hvernig það ævintýri hófst allt saman, hvar áhugi Kötlu kviknaði á fatahönnun, hvernig það var að sameina fjölskylduna, brúðkaupið, rómantíkina húmorinn og margt fleira, ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar það varð ansi óheppilegt slys á ferðalagi þeirra um England nú fyrir skemmstu
Þátturinn er í boði:
Góu - http://www.goa.is/
RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/
Leiklistar Akademían - https://www.sportabler.com/shop/tonlistarfelagarbaejar
Smitten - https://smittendating.com/